Skip to main content

View Diary: Iceland's On-going Revolution (219 comments)

Comment Preferences

 •  greinir og fleira (1+ / 0-)
  Recommended by:
  Rei

  Íslenskan þín er sérlega góð miðað við að þú ert bara búin að vera að læra síðan í vor!

  Vaninn er að það er notaður greinir með "mín" en það þarf ekki. Það er ekki rangt að segja "mistök mín" en það hljómar undarlega hátíðlega - svolítið eins og skáldamál.

  Ein mjög algeng mistök hjá enskumælandi fólki sem er að byrja að læra íslensku varðar íslenska orðið fyrir "when". Á íslensku getur það verið "hvenær" eða "þegar" eftir því hvernig það er notað. "Hvenær" er spurnarorð og því aðeins notað þegar setningin er spurning eða felur í sér - eða vísar í - spurningu. Annars er notað "þegar". Til dæmis: Hvenær fer rútan? Rútan fer þegar bílstjórinn kemur. Þar sem þú segir "Hvenær ég tala..." ætti að vera "Þegar ég tala..."

  Ég þekki marga útlendinga sem hafa búið á Íslandi, sumir í áratugi, sem hafa aldrei náð fullkomnum tökum á tungumálinu. Að læra íslensku er ekkert grín. Málfræðin er gríðarlega flókin. Þú hefur náð langt á stuttum tíma. Ástæðan fyrir því að íslendingar leiðrétta þig ekki þegar þú gerir mistök eru sennilega að þeir eru bara svo ánægðir með að þú skulir tala íslensku!

  •  Ég þakka þér kærlega fyrir :) (0+ / 0-)

   Þú ert of góður  :)  Þegar ég er að skrifa ég á mikinn tíma, en þegar ég tala ég er ekki þessi reynd.  Samt, ég gat skilið hvað sem þú skrifaði án orðabóks jafnvel þó ég gat ekki skilið öll orðin.  Og þegar ég sé orð sem ég skil ekki ég þá fá orðabók og læra það.  Þannig þú ert að kenna mér nýtt orð núna   :)

   Takk fyrir að skýra "hvenær" og "þegar".  Ég lærði það aður en gleymdi.  :P

   Já, það gengur illa að læra íslensku.  Hins vegar mér finnst gaman að læra að tala á önnur tungumál og íslensku er gömul og falleg.  Mér líka Ísland mjög vel þannig að læra íslensku er góð.  Hver veit... ein daginn ég geti buið á Íslandi. :)  

   Út af forvitni... hvernig finnurðu DailyKos?  Ég von að þú dveljur.  :)

   •  Ekki... (0+ / 0-)

    alveg viss hvað þú meinar með "dveljur". Það er ekki orð sem ég kannast við. (Ah - las þetta aftur og held að þú sért að meina "dvelur" - það er að segja "hope you stay"?)

    Ég er reyndar ekki heldur viss hvað þú meinar með "finnurðu DailyKos". Ég held að þú sért að meina "hvernig finnst þér DailyKos?", það er að segja "how do I like it?" Það sem þú skrifaðir þýðir "how do you locate it?"

    Ég er hálf bandarískur (hef því kosningarétt) og er núna í Minnesota í doktorsnámi þannig að ég fylgist með bandarískum stjórnmálum og mynda mér mínar skoðanir. Ég verð að segja að mér finnst þau vera ótrúlega barnaleg og á lágu plani og þar er DailyKos ekki mikið betri en aðrir miðlar. Ég heg s.s. oft lesið greinar á DailyKos en skráði mig aldrei fyrr en ég fann mig tilknúinn að leiðrétta þessa ótrúlega misförnu grein sem við erum að kommentera á núna.

    •  Fyrirgefðu (0+ / 0-)

     "Dveljur"->"Dvelur"
     "Finnurðu"->"Fannstu"

     Ég meinti "hope you stay" og "how did you locate it" af þvi að ég héld að þú var nýr hér ("Joined: Aug 7, 2011").  Ég var greinilega röng  :).  Ég von að tvö mistökin að ég leiðrétti voru ekki of erfitt.  :(

     Hvað þýðir "'Eg heg s.s. oft"?  Þvi miður ég skil ekki "heg" eða "s.s.".  Meinarðu "hef"?  

     Ég von að leiðréttingarnar þínar eru nóg en ég trúi að þær eru ekki nóg.  Ég hef leiðrétti þau mörgum sinnum.  Ég veit ekki af hverju en þau eiga sögu um Ísland sem þeim líka vel og ég get ekki hætt hana.  Daily Kos á ýndislegar greinar og greinar sem eru bara rusl.  :P  Samt mér oftast líka hér vel.  

     Út af forvitni, af hverju velurðu Minnesota fyrir doktorsnámi?

     •   (1+ / 0-)
      Recommended by:
      Rei

      "heg" á að vera "hef" (typo)

      "s.s." er meðal algengra skammstafana sem eru notuð í skrifaðri íslensku. Ég eiginlega gleymdi mér því ég þóttist vita að þú myndir eiga erfitt með að skilja þessar skammstafanir og var búinn að passa mig að nota þau ekki. Það er því sérlega slæmt að ég skyldi nota "s.s.", sem getur þýtt tvennt; "svo sem" eða "sem sagt". Aðrar algengar skammstafanir eru:
      t.d. = til dæmis
      ath. = athugið
      e.t.v. = ef til vill
      þ.e. = það er (eða þ.e.a.s. = það er að segja)
      m.a.= meðal annars
      m.a.s.= meira að segja
      v.þ. = vegna þess (eða þ.v. = þess vegna)
      s.k. = svo kallað
      e.k. = eins konar

      Það hefur farið nokkuð í taugarnar á mér að fólk virðist gjarnt á að nota vanþekkingu annarra á Íslandi til að rökstyðja margvíslega málstaði sem hafa lítið sem ekkert með Ísland að gera. Oftar en ekki birtast þessar greinar á stöðum þar sem skrifendur geta reiknað með að flestir lesendur eru sömu skoðunnar og þeir sjálfir og því ekki líklegir til að gagnrýna það sem þar er sagt. Mér finnst DailyKos vera svolítið þannig vefur. Staður þar sem s.k. "liberals" geta sagt nánast hvað sem er án þess að það verði gagnrýnt svo lengi sem það er nokkurn veginn á réttum pólitískum ásnum.

      Ég kom til MN í nám bæði vegna þess að prógrammið sem ég er í (comparative education) þykir mjög gott - eitt af topp þremur í Bandaríkjunum. Líka v.þ. að ég hafði búið hér í Twin Cities áður og þóttist vita hvernig hlutirnir virka hér.

      •  Skammstafanir og fleira (0+ / 0-)

       Takk fyrir skammstöfununum; ég skal skrifa hjá sér þau.  :)  Bækurnar sem ég notaði að nema íslensku kenndi ekki skammstafanir; ég vissi bara eina skammstöfun sem ég hafði lært á sjalfum mér ("o.fl.").  Það virðist mjög algengt.

       Ég er þvi miður sammála með allt að þu sagði um Daily Kos.  Samt, hvert gætti ég farið sem er betra?  Bandaríkin er svo ákaflega íhaldsamt; eg þoli það ekki.  Strið.  Vopn.  Aftökur.  Umhverfið.  Jafnrétti.  Allt.  Ég þarf nokkur síða hvar ég get talað um hvað sem fer í taugarnar á mér, og Daily Kos fer vel.  Ég bara hunsa eða leiðrétti greinarnar sem er rusl; það oft felur í sér greinar um Ísland.  :P

       Margt fólk hérna elska falsa Ísland.  Það gætti verið miður.  Ég hef hitt fólk sem oft fara til Íslands en tala illa um Íslendingar.  Ég held að þau held að Ísland væri æðislegt ef það á bara ekki Íslendingar.  :P  Þau angra mig meira, og ég skil það ekki.  Ég hef kynnast mörgu skemmtilegu og góðu fólki sem hjölpuðu mér mikið þegar ég var þar.  Einnig ég er ótrúlega hrifinn með gáfunni í þessu landi sem á bara 320.000 fólk (tónlist, list, o.fl.).  

Subscribe or Donate to support Daily Kos.

Click here for the mobile view of the site