Skip to main content

View Diary: Iceland's On-going Revolution (219 comments)

Comment Preferences

 •   (1+ / 0-)
  Recommended by:
  Rei

  "heg" á að vera "hef" (typo)

  "s.s." er meðal algengra skammstafana sem eru notuð í skrifaðri íslensku. Ég eiginlega gleymdi mér því ég þóttist vita að þú myndir eiga erfitt með að skilja þessar skammstafanir og var búinn að passa mig að nota þau ekki. Það er því sérlega slæmt að ég skyldi nota "s.s.", sem getur þýtt tvennt; "svo sem" eða "sem sagt". Aðrar algengar skammstafanir eru:
  t.d. = til dæmis
  ath. = athugið
  e.t.v. = ef til vill
  þ.e. = það er (eða þ.e.a.s. = það er að segja)
  m.a.= meðal annars
  m.a.s.= meira að segja
  v.þ. = vegna þess (eða þ.v. = þess vegna)
  s.k. = svo kallað
  e.k. = eins konar

  Það hefur farið nokkuð í taugarnar á mér að fólk virðist gjarnt á að nota vanþekkingu annarra á Íslandi til að rökstyðja margvíslega málstaði sem hafa lítið sem ekkert með Ísland að gera. Oftar en ekki birtast þessar greinar á stöðum þar sem skrifendur geta reiknað með að flestir lesendur eru sömu skoðunnar og þeir sjálfir og því ekki líklegir til að gagnrýna það sem þar er sagt. Mér finnst DailyKos vera svolítið þannig vefur. Staður þar sem s.k. "liberals" geta sagt nánast hvað sem er án þess að það verði gagnrýnt svo lengi sem það er nokkurn veginn á réttum pólitískum ásnum.

  Ég kom til MN í nám bæði vegna þess að prógrammið sem ég er í (comparative education) þykir mjög gott - eitt af topp þremur í Bandaríkjunum. Líka v.þ. að ég hafði búið hér í Twin Cities áður og þóttist vita hvernig hlutirnir virka hér.

  •  Skammstafanir og fleira (0+ / 0-)

   Takk fyrir skammstöfununum; ég skal skrifa hjá sér þau.  :)  Bækurnar sem ég notaði að nema íslensku kenndi ekki skammstafanir; ég vissi bara eina skammstöfun sem ég hafði lært á sjalfum mér ("o.fl.").  Það virðist mjög algengt.

   Ég er þvi miður sammála með allt að þu sagði um Daily Kos.  Samt, hvert gætti ég farið sem er betra?  Bandaríkin er svo ákaflega íhaldsamt; eg þoli það ekki.  Strið.  Vopn.  Aftökur.  Umhverfið.  Jafnrétti.  Allt.  Ég þarf nokkur síða hvar ég get talað um hvað sem fer í taugarnar á mér, og Daily Kos fer vel.  Ég bara hunsa eða leiðrétti greinarnar sem er rusl; það oft felur í sér greinar um Ísland.  :P

   Margt fólk hérna elska falsa Ísland.  Það gætti verið miður.  Ég hef hitt fólk sem oft fara til Íslands en tala illa um Íslendingar.  Ég held að þau held að Ísland væri æðislegt ef það á bara ekki Íslendingar.  :P  Þau angra mig meira, og ég skil það ekki.  Ég hef kynnast mörgu skemmtilegu og góðu fólki sem hjölpuðu mér mikið þegar ég var þar.  Einnig ég er ótrúlega hrifinn með gáfunni í þessu landi sem á bara 320.000 fólk (tónlist, list, o.fl.).  

Subscribe or Donate to support Daily Kos.

Click here for the mobile view of the site